Vikan líður sveimér hratt! Strax lokið. Frágangi eftir Evrópuráðstefnu skáta er að mestu lokið og við taka önnur verkefni enda fjölmörg sem hafa beðið. Maður hefur eiginlega verið í lausu lofti ekki vitað hvar maður eigi að byrja. Engin sérstök pressa og sumarið frekar laust í reypum. En maður er farinn að huga að næsta vetri og undirbúa starfið fyrir hann.
Gaman að ræða sumarið samt! Framundan er fjöldin allur að utanlandsferðum hjá mér. Í byrjun júní er IMWe fundur og ég fer út 2. júní og kem heim þann 6. næsta ferð er 6. júlí - 3. ágúst en þá munum við skötuhjúin gera víðreisn um Evrópu. Þriðja utanlandsferðin er síðan ferð á lúðrasveitamót í bad orb 9.-13. sept. og svo fer ég væntanlega á námskeið í Brussel í okt. Ég held einhvernveginn að ég verði kominn með nóg þá.
Nóg um ferðaplön...best að klára að undirbúa fundinn sem ég er að fara á...
Apr 29, 2004
Apr 26, 2004
Back again after the conf...Afsakið enskan hefur verið mitt fyrsta tungumál síðustu dagana en þetta er allt að lagast. Nokkuð ánægður með árangurinn okkur tókst að komast klakklaust í gegnum ráðstefnuna og heim fóru 400 ánægðir útlendingar. Þetta er þvílíkur skóli sem maður fékk þarna á einu bretti.
Ég er svona smátt og smáttt að ná áttum eftir þessa törn og horfa yfir verkefninn sem hafa beðið meðan þessi ráðstefna var í gangi. Markmiðið er að hreinsa borðið í vikunni og fara að læra fyrir próf í næstu...veitir ekki af.
Ég er svona smátt og smáttt að ná áttum eftir þessa törn og horfa yfir verkefninn sem hafa beðið meðan þessi ráðstefna var í gangi. Markmiðið er að hreinsa borðið í vikunni og fara að læra fyrir próf í næstu...veitir ekki af.
Apr 9, 2004
GRASEKKILL...Álfheiður fór norður yfir páskana og Jón situr einn heima og þarf að vinna alla páskana, með hálsbólgu. Hafið þið heyrt annað eins. Annars verður fjör! Skrýtið að mæta í vinnu á föstudaginn langa, ég held að ég geti fullyrt það að ég hef aldrei á minni lífslöngu æfi eytt þessu degi í vinnu áður. En maður kemur miklu í verk lítið um símatruflanir og þess háttar þar sem allir eru í fríi.
Á morgun ætlum við félagarnir að snúa bökum saman og grilla heima hjá geira túttu. Ætti að verða fjör og góðar umræður. Jæja dagurinn er orðinn langur best að koma sér heim á leið.
Á morgun ætlum við félagarnir að snúa bökum saman og grilla heima hjá geira túttu. Ætti að verða fjör og góðar umræður. Jæja dagurinn er orðinn langur best að koma sér heim á leið.
Apr 4, 2004
Sunnudagsmorgun, jón nokkuð hress mættur til vinnu. Á föstudaginn var hin árlega árshátíð Svansins haldinn með miklu stuði að venju. Mér tókst nú að komast skammarlaust frá henni held ég, fólk var eitthvað rólegra í ár heldur en í fyrra. Í gær var ég í leikhúsinu. Við þurftum að koma nýjum trommara inní sýninguna, þar sem að Elli trommari slasaði sig. Ótrúlegt en satt að þá gekk þetta upp þrátt fyrir að trommarinn hefði einungis séð eina sýnginu og fengið tilsögn um hvar og hvernær hlutirnir gerðust. Eins einusinni var sagt ÓTRÚLEGT.
Jæjæ best að hætta blaðrinu og snúa sér að vinnunni. Þarf að vinna upp eitthvað sem ég sleppti í gær. og svo ferming á eftir.
Jæjæ best að hætta blaðrinu og snúa sér að vinnunni. Þarf að vinna upp eitthvað sem ég sleppti í gær. og svo ferming á eftir.
Apr 2, 2004
sit hér á skrifstofinni minni og er að klára langan og strembinn vinnudag! Dagurinn hefur verið strembinn en nokkuð góður, tókst að koma nokkuð miklu í verk þó ég segi sjálfur frá. Framundan er vinnujamleikhúshelgi! Ég geri ráð fyrir að þurfa að vinna allahelgina, á morgun er árshátíð Svansins, laugardaginn sýning og á sunnudaginn ferming. Það er sem sagt nóg að gera eins og það á að vera. jæja best að fara að hætta þessari vitleysu...
Subscribe to:
Posts (Atom)