Apr 5, 2006

Portúgal

Jæja þá er ég kominn heim frá Portúgal. Þetta var náttúrulega bara snilld, þrátt fyrir að portúgalarnir hafi reynt að gefa mér fisk í öll mál. Það er svakalegt að fólk virðist gleyma því að ég er kjötæta. Ég var á mini ráðstefnu er nefndist Rovernet með fulltrúum frá bandalögum í evrópu. Þetta gekk ágætlega og var haldið á frábærum stað.

Eftir það fór ég til Drave sem er þorp í fjöllunum í portúgal sem skátarnir eru að kaupa og breyta í skátamiðstöð. Ekkert smá vegins flottur staður einangraður frá öllu öðru.

Á heimleiðinni keypti ég Highland Park...tilbúinn í næsta wisky kvöld...

Myndirnar eru á myndasíðunni!!!