Vá maður heill mánuður nánast liðinn. úff hvert fór hann...alveg fór þetta fram hjá mér...þetta gerðist eftir síðustu færslu
Lúðrasveitin Svanur, sem ég er formaður í, hélt uppá 75 ára afmæli þann 19. nóvember með heljareinarveislu eins og sæmir. Það mættu um 80 manns sem var bara þokkalega dreift eftir aldri. Álfheiður sá um að gera pinnamat en ég um áfengið og annað dót. Heppnaðist bara nokkuð vel.
Um síðustu helgi var síðan íbúðin tekin í gegn. Farið í gegnum skólaglósur og miklu hent. Allt annað líf eftir það.
Annars er mikið að gera í vinnunni þessa dagana. Endalaus fundahöld kvöld eftir kvöld og mikil framleiðini þar á milli. Í næstu viku er stefnan á að gefa út skátablað um helgina fer ég norður á Akureyri á fund og á sunnudaginn eru Svanstónleikar. Allir að mæti byrja kl. 20.
Nov 29, 2005
Nov 10, 2005
Solltur íbúðaeigandi
Þá er það frágengið við erum búinn að skrifa undir alla pappíra og greiða fyrstu afborgun af íbúðinni. Þannig að við erum orðin stollir íbúðaeigendur. Við göngum frá afsali og slíku 2. janúar og þá er þetta komið!
Nov 8, 2005
Vestmannaeyjar úff
Síðustu tvær vikur hafa verið ótrúlegar, yfirdrifið mikið að gera. Ég þurfti að hlaupa í skarðið um síðustu helgi og halda námskeið í Vestmannaeyjum. Aðra eins sjóferð hef ég aldrei farið og afrekaði það að verða sjóveikur í fyrsta sinn. þetta byrjaði ágætlega, kom um borð í Herjólf og pantaði hefðbundna sóða borgarann hjá henni Siggu, en eftir tveggja tíma hopp í Herjólfi og allir lágu orðið ælandi brast stíflan hjá kallinum og hann steinlá. Maður er eiginlega ennþá að jafna sig. Námskeiðið gekk ágætlega og heimferðin. En þetta þýddi það að dagskráin þessa vikuna hefur verið frekar stíf, fundir, fundir, fundir og annar fundur. Á föstudaginn er ég síðan að fara á vinnufund í bústað í Grímsnesi. kem heim á laugardag.
Subscribe to:
Posts (Atom)