Vetur konungur hefur hafið innreiðs sína á skerið! Ég þrufti að skafa af bílnum í gær, slapp við það í morgun þar sem Álfheiður fékk náðsamlega að vera á bílnum. Samkvæmt mínu dagatali er ennþá sumar og þá á Esjan ekki að vera hvít...hvað finnst ykkur.
Helgarplanið er að fara í Þórsmörk á dróttskátamótið SAMAN. Það eru 130 manns að fara svo þetta ætti að verða mikið stuð. Ferðasagan kemur eftir helgi.
Ég er byrjaður á Þýskunámskeiði með Álfheiði. Hún vildi gera eitthvað svona saman í vetur, fara í dans eða eitthvað. Ég vildi nú ekki heyra á það minnst og lagði til að við færum á þýskunámskeið. Þetta námskeið er náttúrulega tær snild maður lærir tungumál bjórsins og pylsnanna, ekki slæmt það ha!!! Ég verð altalandi á þýsku áður en þið vitið af :-)
Sep 22, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Jón Ingvar, af hverju vildirðu ekki fara á dansnámskeið?!??
Annars góð hugmynd hjá Álfheiði....við bjóðum ykkur í mat þegar við erum flutt, og það má bara tala þýsku :) ok?
æi þetta kerfi...þetta var ég, hún Íris!
ég er náttúrulega pínu skrítinn. Þegar ég var níu ára og búinn að vera í danskóla í tvö eða þrjú ár að þá ákvað ég að ég væri fullnuma og hef ekki viljað fara í danskóla síðan.
En þýskan hljómar vel...nefndu bara stað og stund!!!
Jón, það verður ekki af þér skafið, svona á að koma sér undan hallærislegum tilburðum s.s. dansi.
Auf vedersehen und bleiben Sie gut,
Hjaltinn
(þú ferð yfir stafsetninguna mína á þýskunni þegar þú ert búinn á námskeiðinu :o)
svona ykkur til upplýsingar þá þýðir lítið að púkka upp á þveran Jón svo ég fór bara sjálf á dansnámskeiðið...
hahahah, gott hjá þér Álfheiður....það er nú ekki endalaust hægt að bíða eftir því að þveri Jón fari á dansnámskeið.
Ef ég fæ Sævar ekki með mér á námskeið, fæ ég þá að koma með þér?
Við getum svo verið með dansatriði fyrir þá í þýska matarboðinu okkar. ;)
Íris
Post a Comment