May 30, 2005
jæja þá er ég kominn til Luxemborgar eftir viku frí í Þýskalandi. Við Álfheiður hófum ferðina hjá Írisi og Sævari í Stuttgart sem voru frábærir gestgjafar eins og ávallt, þá var haldið til Heidelberg á mánudaginn fram á föstudag. Við fundum frábært gistiheimili hjá gamalli konu, 30 stiga hiti og flott veður. Við skoðuðum helling, segi betur frá því seinna. Helginni eyddum við svo í rólegheitum í Frankfurt. Álfheiður flaug svo heim í gær og ég tók lestina til Lúx. Er sem sagt mættur á ráðstefnu með fullt af skátum og verð hér fram á sunnudag. Ég er ekki alveg viss hvað tekur við þá...
May 10, 2005
Rok, rigning, sól og snjór er eitthvað sem ég hef upplifað hér á Úlfljótsvatni síðustu tvo daga. ÉG kom hingað í gær til að aðstoða við skólabúðir og fer heim seinnipartinn í dag. Þetta er ágætt að geta brotið vinnuna upp annað slagið og farið á Úlfljótsvatn að leika sér. Annars hefur verið lítið um leik, ég var settur í eldhúsið og hef lítið sem ekki neitt farið út fyrir hússins dyr.
Það er margt á dagskrá næstu vikurnar:
Hvítasunnuhelgin - Akureyri
20.-22. maí - IMWeTeam fundur í Þýskalandi
22.-29. maí - Sumarfrí með Álfheiði í Þýskalandi, förum til Stuttgart og Heidelberg. Annað hefur ekki verið ákveðið.
29.maí til 5. júní - 4youth forum á vegum WOSM. í Lúxemborg.
5.-7. júní - Slæpast einhverstaðar í þýskalandi. Ákveðið síðar.
Það er margt á dagskrá næstu vikurnar:
Hvítasunnuhelgin - Akureyri
20.-22. maí - IMWeTeam fundur í Þýskalandi
22.-29. maí - Sumarfrí með Álfheiði í Þýskalandi, förum til Stuttgart og Heidelberg. Annað hefur ekki verið ákveðið.
29.maí til 5. júní - 4youth forum á vegum WOSM. í Lúxemborg.
5.-7. júní - Slæpast einhverstaðar í þýskalandi. Ákveðið síðar.
Subscribe to:
Posts (Atom)