May 28, 2004
það er kominn föstudagur spáði í þessu! Vinnuvikan búinn og löng helgi framundan. Ég þarf reyndar að vinna á mánudaginn en jæja so be it...Annar merkilegur áfangi líka mánuðurinn er á enda, hann var skrýtin með meiralagi þessi mánuður. Bland af mikilli vinnu og lestri humm skrýtið. Júní verður hinsvegar mjög skemmtilegur samspil af vinnu, ferðalögum og spilamennskum.
May 26, 2004
Þýskaland - þá er það farið að skýrast varðandi Þýskalandsferðina mína í næstu viku. Ég fer út á miðvikudaginn og Christof og Christoph taka á móti mér. Ég gisti hjá þeim í tvær nætur og fer yfir planið fyrir bad-orb í haust. Þar næst verður haldið á IMWe fund í Rieneck og heim aftur á sunnudegi. GEGGJAÐ dæmi...
May 25, 2004
fyrri helmingur afstaðinn og sá seinni að koma...sem sagt ég er einu skrefi nær því að útskirfast og það klárast á morgunn. Ég hef enga trú á öðru (7,9,13).
Hvað sem því líður að þá er komið sumar og ég laus við þennan skóla á morgunn get einbeitt mér 130% að vinnu og ferðast til útlanda. Hvítasunnuhelgin er framundan sem er LÖNG helgi. Ég mæti nú örugglega samt í vinnu á mándaginn til að bæta upp fyrir vinnusvik þessarar viku og einnig reyna að vinna í haginn fyrir næstu viku þar sem ég fer út á miðvikudaginn.
En það er best að fara að lesa til að ná þessu á morgunn...
Hvað sem því líður að þá er komið sumar og ég laus við þennan skóla á morgunn get einbeitt mér 130% að vinnu og ferðast til útlanda. Hvítasunnuhelgin er framundan sem er LÖNG helgi. Ég mæti nú örugglega samt í vinnu á mándaginn til að bæta upp fyrir vinnusvik þessarar viku og einnig reyna að vinna í haginn fyrir næstu viku þar sem ég fer út á miðvikudaginn.
En það er best að fara að lesa til að ná þessu á morgunn...
May 23, 2004
í dag er sunnudagur ég er inni að læra...sluksinn jón...úti var sól ekki núna sem betur fer. Hvað er þetta með sunnudaga, þegar þessi dagur rennur upp fer maður í einhvern ákveðinn gír. Heilinn hættir að fúnkera og maður dormar bara eins og tja ja kannski ég láti það vera að útskýra það (gæti valdið misskilningi). Á morgun er mánudagur og þá vakna heilasellurnar vonandi aftur til lífs, þær geta ekki allar verið dauðar.
Annars var ég að velta því fyrir mér að allt í einu er komið sumar. Veturinn veturinn var á margan hátt sérstakur, tók þátt í leikhússtarfi, kláraði skólann að mestu, byrjaði að vinna 230 % vinnu, tók þátt í Evrópuþingi. Árið er rétt hálfnað og maður búinn að þessu öllu. Sem betur fer verður sumararið ekkert síðra.
Jæja ætli maður hætti ekki þessu ekki og snúi sér að skemmtiatriðunum...
Annars var ég að velta því fyrir mér að allt í einu er komið sumar. Veturinn veturinn var á margan hátt sérstakur, tók þátt í leikhússtarfi, kláraði skólann að mestu, byrjaði að vinna 230 % vinnu, tók þátt í Evrópuþingi. Árið er rétt hálfnað og maður búinn að þessu öllu. Sem betur fer verður sumararið ekkert síðra.
Jæja ætli maður hætti ekki þessu ekki og snúi sér að skemmtiatriðunum...
May 21, 2004
mikið hef ég nú verið lélegur bloggari undanfarið, enda nóg að gera. Ég kláraði prófin á föstudag en það vildi ekki betur til en að ég þarf að taka þau aftur á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku svo að þessi helgi fer fyrir lítið...heim að lesa. Síðan kemur langþráð fríhelgi um Hvítasunnuhelgina. Helgina eftir eða á miðvikudeginum eftir verður haldið í langferð til Þýskalands á IMWe fund heim aftur 6. júní og út til London þann 11. Heim aftur þann 14. júní. Síðan tekur við Brúðkaup hjá Jóni Grétari og Báru og Landsmót Lúðrasveita um sömu helgi, erfitt að vera á tveim stöðum í einu!
Þetta er júní í grófum dráttum.
og hvað svo...
Þetta er júní í grófum dráttum.
og hvað svo...
May 12, 2004
lesa lesa lesa lesa...lesa lesa lesa! Ég hef lítið gert annað. Jú horfði aðeins á júróvision áðan ágætis skemmtun að hlægja að lélögum lögum. Forvitnilegt að sjá að sömu löndin senda alltaf ellipoppara eða ég veit ekki hvað í keppnina.
En ég er sem sagt að lesa fer í próf á föstudagsmorgun og er svo back in buisness...
En ég er sem sagt að lesa fer í próf á föstudagsmorgun og er svo back in buisness...
Subscribe to:
Posts (Atom)