Það er fátt eitt annað rætt þessa dagana á kaffistofum landsins en Rockstar og framganga Magna. Sjálfur hef ég nú haft lúmskt gaman að þessu enda skemmtileg tónlist í bland við blákaldan tilbúin raunveruleikan. Ég held eiginlega að galdurinn sé að taka þessu temmilega hátíðlega og þá kemst maður klakklaust frá þessu öllu :-) En eitt er víst að ég mun seint vaka sérstaklega eftir þessu, meira þarf að koma til.
Núna eru 9 dagar í Bad Orb...
Aug 30, 2006
Aug 26, 2006
Andlaus bloggari
Þetta er agalegt, eitt blogg á mánuði með það í skammstöfunum hvað gert var síðasta misserið. Ég fór út og kom heim var heima um versló og byrjaði að vinna eftir sumarfrí. Síðan var það Nordjamb og Gilwell og æfingar fyrir Menningarnótt, Öndinn sló í geng by the way, og já Lenka kom í heimsókn og ég sýndi henni landið og fór með hana í heimsókn til Ömmu sem seldi henni Lopapeysu. Núna er ég á Akureyri á akurueyrarvöku og Svansæfingar eru að hefjast því við förum út til Þýskalands eftir 14 daga eða svo.
kannski að ég fari að blogga á nýja leik...
kannski að ég fari að blogga á nýja leik...
Subscribe to:
Posts (Atom)