Feb 27, 2006

Einu sinni í viku

Í kjölfar fyrirspurnar um hvort ég bloggaði bara frá útlöndum að þá neyðist ég víst til að bæta mig eitthvað í þessum málum. Markmiðið hjá mér er einfalt, setja eitthvað á bloggið amk einu sinni í viku. Það vildi bara þannig til að á einum mánuði er ég búinn að fara þrisvar sinnum erlendis á fundi ;-)

Síðustu helgi var ég heima, við notuðum laugardaginn í að fara á hina ýmsu markaði og að svona vinna það upp sem maður hefur verið að fresta síðustu vikur. á laugardagskvöldið var síðan hittingur hjá liðinu sem ég var með í THÍ og í gær sunnudag var marserað um allan laugardalinn spilandi með Svaninum í tilefni af Vetrarhátíð...nóg um upptalningu.

Í dag er eitthvað það fallegasta veður sem ég hef séð í langan tíma. Stilla og sól úti. Eitthvað annað en rigningarsuddinn og ókeðið í gær. Djöfull langar mig út, en nei ég þarf víst að taka mig á og klára að útbúa skýrslu og verkefni fyrir nýja skátadagskrá. Ég hef víst bara næstu þrjá daga í það verkefni.

Feb 20, 2006

Afmæli á erlendri grund

Ég var í Þýskalandi um helgina. Ferðin hófst í Hannover þar sem ég fór í "suprice" partý hjá Chris vini mínum, hann varð þrítugur. Sérstakt að fara í svona afmæli í þýskalandi með eintómum þjóðverjum! Hann hafði komist á snoðir um hið óvænta. Eftir þó nokkra bjóra var haldið með hann niður í bæ þar sem hann þurfti að sópa rusl þar til að hann fyndi "hreina mey" (eins gott að Silvía Nótt var ekki í partýinu). Ótrúlegt en satt að þá fann hann hreina mey tiltölulega fljótlega og það var haldið til baka í kokteilagerð og fleira fjör.

Sjálfur átti ég afmæli á laugardaginn, eyddi því nú í stíf fundarhöld um IMWe. IMWe liðið var nú samt nokkuð gott við mig og söng afmælissöngin og gaf mér pakka :-) Takk fyrir öll sms og hringingarnar, þið björguðu deginum mínum :-)

En nú verð ég á íslandi næstu vikurnar, ekki vanþörf á þar.

Feb 12, 2006

Smá pistill frá Lundúnum!

Jæja ég er staddur í höfuðborg breska samveldisins, London. Var á skipulagsfundi um helgina fyrir Rovernet sem haldið verður í Portúgal í lok mars. Við vorum nú bara þrjú að funda og höfðum þetta nokkuð frjálslegt, eyddum gærdeginum í að ganga meðfram Thames ánni og stoppuðum á kaffihúsum og unnum og skoðuðum okkur um þess á milli. Virkaði ágætlega þar sem við vorum nú bara þrjú. Í gærkvöldi var svo borðað á veitingastaðnum ASK þar sem við hittum Radu og Joao sem einnig áttu að vera að vinna að þessu með mér, Mary og Johanna. Góður fundur en ég á ekki bókað flug fyrr en í kvöld, út er rigning, og ég sit á Paddington lestarstöðinni sötrandi Öl og skrifa á blogger. Ágætt að fá tækifæri til að sitja og gera það sem manni langar til.
Næsta föstudag er stefnan tekin á þýskalands þar sem ég er að fara í þrítugsafmæli og síðan á IMWe fund. Verður mikið fjör...more to come

Feb 5, 2006

Silvía Nótt

Ég afrekaði, eins og margur annar, að horfa á Söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Það verður að segjast að fjölbreytni í lagavalinu í þessari keppni er frábær en það sem stóð uppúr var Silvía Nótt. Ég verð nú að viðurkenna að mér þótti ekki mikið koma til þáttana á skjá 1 en í gær rokkaði hún, flottur karekter sem er spilað vel úr. Svo ég vona svo sannarlega að hún verði framlag okkar í Eurovision í ár!!!