Jan 30, 2003

í gær, í dag, á morgun eða hinn hvernig sem á það er litið að þá er maður alltaf að pæla í þessu. Í gær: hvað gerði ég í gær hummm góð spurning...hvað geri ég á morgunn...ble...en nóg af bulli.
Í kvöld er ég að fara á útskriftatónleika hjá Villa og Ellu Völu og á eftir verður massa partý jeee. ekki slæmt. En það sem ég var að spá í er hvar eða hvort ég eigi að halda upp á það að í næsta mánuði verð ég innsiglað gamalmenni og fæ leyfi til að bóka pláss á rugludallaelliheimilinu hjá Jóni Grétari og Elvu....pjúff lucky me!

Jan 24, 2003

Það er að vissuleiti skrítið hvað föstudagur læðist alltaf uppað manni! en hann er komin en á ný í öllu sýnu veldi. Núna um helgina útskrifast ég sem rekstrarfræðingur, þetta er eiginlega frekar skrítið að vera að útskrifast og halda svo áfram í sama skóla. En svona er þetta víst. Jú það var eitt að komast á hreint...ég er að vinna lokaverkefni fyrir ískerfi sem framleiðir vélar til að gera ís í fljótandi formi, nokkuð spennadi dæmi. Eitt að lokum ég rakst á þessa frábæru vefsíðu í vikunni fyrir þá sem eru staddir í Bretlandi. Hún er með fullt af bjór ofl til sölu, ég hvet alla til að gera samanburð á henni og heimasíðu ÁTVR.

Jan 17, 2003

Þá er það ljóst...ég er að útskrifast sem rekstrarfræðingur þann 25. jan. en svo er bara að halda áfram í Alþjóðamarkaðsfræði. En það er árs nám sem allt er kennt á ensku, öll verkefni og fyrirlestrar.

Jan 9, 2003

Gleðilegt ár! sveimér þá að ég skuli ekki hafa skrifað í mánuð...svona er þetta. það er kannski helst í fréttum að lokaverkefnið gekk mjög vel við fengum 8,5 með það og ég held að maður geti verið sáttur við það. núna er ég að hefja nám í Alþjóðamarkaðsfræði, allt kennt á ensku, þetta lítur vel út svona eftir fyrsta tímann. ég lofa engu en það mun alla vega vera skrifað reglulegra á bloggið héðan í frá :-)